Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. nóvember 2025 11:31 Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Veður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun