Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 12:00 Malinovskyi var hress þegar Sýn Sport tók hann tali í Varsjá. Vísir/Sigurður Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október. Malinovskyi skoraði tvö frábær mörk í leiknum í Laugardal þar sem Ísland lauk báðum hálfleikjum agalega. Staðan var 1-1 á 44. mínútu en 3-1 fyrir Úkraínu í hálfleik. Ísland sýndi karakter og jafnaði 3-3 en tvö mörk á 85. og 88. mínútu innsigluðu 5-3 útisigur Úkraínumanna. Klippa: Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Malinovskyi þekkir vel að vinna íslenska liðið og er að mæta því í fjórða sinn í dag, eftir þrjá sigra af þremur hingað til. „Mér líður frábærlega. Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti Íslandi. Við berum virðingu fyrir þeim. Ég spilaði með Alberti og spila núna með Mikael Agli. Við vitum hversu sterkt lið þetta er. Við sáum það í Reykjavík. Þetta verður erfiður leikur,“ segir Malinovskyi sem er samherji Mikaels Egils Ellertssonar hjá Genoa en lék áður með Alberti Guðmundssyni þar. Hafa þarf sérstakar gætur á Alberti sem skoraði gegn Úkraínu í síðasta mánuði og einnig í umspilsleik við liðið fyrir EM, þar sem Úkraína vann. „Hann hefur skipt sköpum í síðustu leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk gegn okkur. Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Ég þekki hann vel. Ég vona okkar vegna að hann verði ekki upp á sitt besta. Ég óska honum betra gengis hjá Fiorentina,“ segir Malinovskyi og hlær. Leikurinn verður ekki einfaldur að sögn úkraínska reynsluboltans. „Lykillinn er að við séum þéttir og samheldnir. Spilum alla þætti leiksins vel, bæði sóknarlega og varnarlega. Við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Þeir skoruðu eftir fast leikatriði gegn Aserbaísjan. Þeir eiga leikmenn sem eru sterkir líkamlega og við þurfum að passa okkur á því,“ segir Malinovskyi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15 Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58 „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52 Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45 Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00 Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Malinovskyi skoraði tvö frábær mörk í leiknum í Laugardal þar sem Ísland lauk báðum hálfleikjum agalega. Staðan var 1-1 á 44. mínútu en 3-1 fyrir Úkraínu í hálfleik. Ísland sýndi karakter og jafnaði 3-3 en tvö mörk á 85. og 88. mínútu innsigluðu 5-3 útisigur Úkraínumanna. Klippa: Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Malinovskyi þekkir vel að vinna íslenska liðið og er að mæta því í fjórða sinn í dag, eftir þrjá sigra af þremur hingað til. „Mér líður frábærlega. Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti Íslandi. Við berum virðingu fyrir þeim. Ég spilaði með Alberti og spila núna með Mikael Agli. Við vitum hversu sterkt lið þetta er. Við sáum það í Reykjavík. Þetta verður erfiður leikur,“ segir Malinovskyi sem er samherji Mikaels Egils Ellertssonar hjá Genoa en lék áður með Alberti Guðmundssyni þar. Hafa þarf sérstakar gætur á Alberti sem skoraði gegn Úkraínu í síðasta mánuði og einnig í umspilsleik við liðið fyrir EM, þar sem Úkraína vann. „Hann hefur skipt sköpum í síðustu leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk gegn okkur. Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Ég þekki hann vel. Ég vona okkar vegna að hann verði ekki upp á sitt besta. Ég óska honum betra gengis hjá Fiorentina,“ segir Malinovskyi og hlær. Leikurinn verður ekki einfaldur að sögn úkraínska reynsluboltans. „Lykillinn er að við séum þéttir og samheldnir. Spilum alla þætti leiksins vel, bæði sóknarlega og varnarlega. Við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Þeir skoruðu eftir fast leikatriði gegn Aserbaísjan. Þeir eiga leikmenn sem eru sterkir líkamlega og við þurfum að passa okkur á því,“ segir Malinovskyi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15 Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58 „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52 Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45 Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00 Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15
Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58
„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52
Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45
Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00
Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15