„Það verða breytingar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 10:30 Arnar Gunnlaugsson og hans menn eru einum afar erfiðum leik frá því að komast í HM-umspilið. Getty/Ramsey Cardy „Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM. „Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira