Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Heimir Hallgrímsson léttur í bragði á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga við Ungverja. EPA/Robert Hegedus Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið hafi þegar í haust boðið Heimi nýjan samning. Hann fékk einnig að vita hvað fram fór á milli Heimis og Cristiano Ronaldo á fimmtudagskvöld. Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira