„Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. nóvember 2025 10:31 Guðrún Edda glímir enn við andlega erfiðleika eftir hálsbrotið. @gudruneddasig Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað. Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“ Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira