Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 10:02 Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar náðu heldur betur að pirra Cristiano Ronaldo í gær. Getty/Charles McQuillan Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi. Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu