Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 23:13 Cristiano Ronaldo gekk rakleitt til Heimis Hallgrímssonar eftir rauða spjaldið en endaði á að taka í spaðann á honum. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira