Fótbolti

Mætti á völlinn með jóla­mynd af Stefáni Teiti og frú

Sindri Sverrisson skrifar
Þessi strákur mætti með innrammaða mynd af Stefáni Teiti Þórðarsyni og Sæunni Rós Ríkharðsdóttur á landsleik Asera og Íslendinga í Bakú í kvöld.
Þessi strákur mætti með innrammaða mynd af Stefáni Teiti Þórðarsyni og Sæunni Rós Ríkharðsdóttur á landsleik Asera og Íslendinga í Bakú í kvöld. Sýn Sport

Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna.

Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans á Sýn Sport höfðu gaman af þessari óvenjulegu ákvörðun áhorfandans sem búinn var að hafa fyrir því að prenta út mynd af Instagram-síðu Stefáns Teits Þórðarsonar, ramma hana inn og taka með sér í stúkuna. Myndband af áhorfandanum, afslöppuðum í stúkunni, má sjá hér að neðan.

Klippa: Áhorfandi með jólamynd af Stefáni og Sæunni

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hver tilgangurinn var með því að taka myndina með á leikinn. Stefán er á myndinni prúðbúinn á síðustu jólum, með Sæunni Rós Ríkharðsdóttur unnustu sinni, í Englandi þar sem þau búa en Stefán er leikmaður Preston North End í ensku B-deildinni.

Ef um var að ræða dyggan aðdáanda Stefáns þá fékk hann ekki að sjá mikið af Skagamanninum í kvöld því Stefán kom inn á sem varamaður á 90. mínútu leiksins.

Íslendingar fögnuðu 2-0 sigri og eiga nú fyrir höndum úrslitaleik við Úkraínu á sunnudag um að komast áfram í átt að HM næsta sumar.


Tengdar fréttir

„Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“

Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik.

Sjáðu mörk Íslands í Bakú

Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×