„Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2025 08:25 Arnar vonast eftir góðum degi í Bakú. EPA/Jakub Kaczmarczyk POLAND OUT Arnar Gunnlaugsson vonast eftir góðum degi í dag. Ísland þarf að vinna Aserbaísjan í Bakú til að halda í möguleika um úrslitaleik við Úkraínu um sæti í umspili um sæti á HM á næsta ári. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Arnar hafði orð á því að langt ferðalag og tímamismunur hafi haft sín áhrif á undirbúning liðsins. Það hafi tekið hann um þrjá daga að rétta sig af eftir lendingu í Bakú. „Þetta hefur alveg áhrif. Ég náði ekki fyrsta góða svefninum fyrr en í nótt. Maður sér það aðeins á leikmönnum að það hefur tekið tíma að jafna sig. En þegar leikurinn hefst á morgun þá efast ég ekki um í eina sekúndu að menn verði klárir í slaginn enda um gríðarlega mikilvægan leik að ræða,“ segir Arnar. Allt annar leikur Ísland vann fyrri leik liðanna í undankeppninni 5-0 á Laugardalsvelli í frábærum leik þar sem strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfari liðsins, rekinn og hefur allt annað verið að sjá til Aseranna síðan. Arnar býst við frábrugðnum leik í dag. „Bæði vegna langs flugs og þreytu og svo vegna heimavallarins. Ekki spyrja mig af hverju, það er grænt gras og völlurinn jafn stór, en einhverra hluta vegna er heimavöllurinn strekur – sérstaklega í alþjóðabolta. Þeir tapa ekki oft 5-0, sama hvað hver segir, þá var sá leikur mjög sterkur af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við: „Við erum markahæsta liðið í keppninni, höfum skorað þrjú mörk að meðaltali í leik, svo það eru klárlega mörk í okkar liði – sama hver mótherjinn er. Það er gott veganesti, en ef við sjáum til þess að varnarleikurinn sé sterkur á morgun þá eru miklar líkur á því að við potum inn marki eða mörkum til að klára þennan leik.“ Völlurinn flottur þó þröngt sé á þingi Leikið er á heimavelli Neftci í Bakú en hann er smærri en heimavöllur Qarabag sem Aserar leika gjarnan á. Chelsea mætti Qarabag í síðustu viku á þeim velli í Meistaradeildinni og sá virkaði þungur. Grasið virðist betra á velli dagsins. „Mér líst mjög vel á hann. Hann er flottur og góður. Hann er lítill svo það má eiga von á látum. Við erum vanir mismunandi undirlagi en þessi virkar bara nokkuð góður. Það verður engin afsökun á morgun,“ segir Arnar. Völlurinn er þó þröngur og lítið pláss fyrir Arnar að hreyfa sig á hliðarlínunni. Aðeins um tveir metrar eru frá hliðarlínu að varamannabekk. „Ég veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur. Þetta er mjög skrýtið og óvanalegt. Ég er þá nær Davíð og það þarf ekki að labba fleiri metra til að koma skilaboðum áleiðis. Þetta gerir að verkum að við finnum stemninguna frá heimamönnum og þetta er þeirra síðasti séns til að ná að gera eitthvað í þessari undankeppni. Þeir munu selja sig dýrt og við þurfum að vera klárir,“ segir Arnar. Gæti orðið frábær dagur Strákarnir munu nálgast leik dagsins eins og úrslitaleik. „Þetta stig á móti Frökkum gerir að verkum að við erum í frábærum séns að klára okkar mál sjálfir. Líka að Frakkar þurfa á því að halda að klára Úkraínu á sínum heimavelli. Svo þetta gæti orðið frábær dagur en við þurfum fyrst og fremst að klára okkar verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar ræðir Asera, flugþreytu og ólöglega velli Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér neðst. Ísland og Aserbaísjan mætast klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Arnar hafði orð á því að langt ferðalag og tímamismunur hafi haft sín áhrif á undirbúning liðsins. Það hafi tekið hann um þrjá daga að rétta sig af eftir lendingu í Bakú. „Þetta hefur alveg áhrif. Ég náði ekki fyrsta góða svefninum fyrr en í nótt. Maður sér það aðeins á leikmönnum að það hefur tekið tíma að jafna sig. En þegar leikurinn hefst á morgun þá efast ég ekki um í eina sekúndu að menn verði klárir í slaginn enda um gríðarlega mikilvægan leik að ræða,“ segir Arnar. Allt annar leikur Ísland vann fyrri leik liðanna í undankeppninni 5-0 á Laugardalsvelli í frábærum leik þar sem strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfari liðsins, rekinn og hefur allt annað verið að sjá til Aseranna síðan. Arnar býst við frábrugðnum leik í dag. „Bæði vegna langs flugs og þreytu og svo vegna heimavallarins. Ekki spyrja mig af hverju, það er grænt gras og völlurinn jafn stór, en einhverra hluta vegna er heimavöllurinn strekur – sérstaklega í alþjóðabolta. Þeir tapa ekki oft 5-0, sama hvað hver segir, þá var sá leikur mjög sterkur af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við: „Við erum markahæsta liðið í keppninni, höfum skorað þrjú mörk að meðaltali í leik, svo það eru klárlega mörk í okkar liði – sama hver mótherjinn er. Það er gott veganesti, en ef við sjáum til þess að varnarleikurinn sé sterkur á morgun þá eru miklar líkur á því að við potum inn marki eða mörkum til að klára þennan leik.“ Völlurinn flottur þó þröngt sé á þingi Leikið er á heimavelli Neftci í Bakú en hann er smærri en heimavöllur Qarabag sem Aserar leika gjarnan á. Chelsea mætti Qarabag í síðustu viku á þeim velli í Meistaradeildinni og sá virkaði þungur. Grasið virðist betra á velli dagsins. „Mér líst mjög vel á hann. Hann er flottur og góður. Hann er lítill svo það má eiga von á látum. Við erum vanir mismunandi undirlagi en þessi virkar bara nokkuð góður. Það verður engin afsökun á morgun,“ segir Arnar. Völlurinn er þó þröngur og lítið pláss fyrir Arnar að hreyfa sig á hliðarlínunni. Aðeins um tveir metrar eru frá hliðarlínu að varamannabekk. „Ég veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur. Þetta er mjög skrýtið og óvanalegt. Ég er þá nær Davíð og það þarf ekki að labba fleiri metra til að koma skilaboðum áleiðis. Þetta gerir að verkum að við finnum stemninguna frá heimamönnum og þetta er þeirra síðasti séns til að ná að gera eitthvað í þessari undankeppni. Þeir munu selja sig dýrt og við þurfum að vera klárir,“ segir Arnar. Gæti orðið frábær dagur Strákarnir munu nálgast leik dagsins eins og úrslitaleik. „Þetta stig á móti Frökkum gerir að verkum að við erum í frábærum séns að klára okkar mál sjálfir. Líka að Frakkar þurfa á því að halda að klára Úkraínu á sínum heimavelli. Svo þetta gæti orðið frábær dagur en við þurfum fyrst og fremst að klára okkar verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar ræðir Asera, flugþreytu og ólöglega velli Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér neðst. Ísland og Aserbaísjan mætast klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira