Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 07:41 Lítið hefur gengið upp hjá Mohamed Salah á þessu tímabili. Getty/Robbie Jay Barratt Mohamed Salah var langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en Egyptinn hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili. Liverpool-liðið hafði augljóslega ekki efni á því að missa þetta framlag frá sínum markahæsta manni. Einn af þeim sem hafa gagnrýnt Salah er knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sem jafnframt er fyrrverandi varnarmaður Liverpool. Carragher segir nýju taktíkina með Salah ganga hreinlega ekki upp og bjóði fyrir vikið hættunni heim. Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United, er líka sammála því að Carragher að Salah leggi ekki nóg af mörkum til liðsins og skilji hægri bakvörðinn Conor Bradley eftir berskjaldaðan. Þetta kom vel í ljós í 3-0 tapi Liverpool gegn Manchester City. „Þú þarft að allir leikmenn leggi sig fram og ég held að á þessu tímabili hafi lið sótt að Liverpool hægra megin,“ sagði Rooney í hlaðvarpsþættinum The Overlap. „Salah hleypur ekki til baka. Það eru augljósar áhyggjur fyrir Liverpool vegna þess að hann kemur ekki til baka og þá hefur liðið verið mikið að breyta um hægri bakvarðinn sinn. Ég held að lið séu að sækja á þá hlið. Manchester City gerði það og ég fann til með Bradley, því hann þurfti á hjálp að halda,“ sagði Rooney. Carragher hélt áfram í gagnrýni sinni á Salah. „Ef þú ert ekki að skora mörkin á öðrum endanum og skilur liðið eftir berskjaldað á hinum, þá fær Arne Slot í raun ekkert út úr þessari leikaðferð sinni að leyfa Mo Salah að vera bara frammi,“ sagði Carragher. „Þannig að annaðhvort verður hann að koma til baka í vörn eða þú verður að spila einhverjum öðrum. Þess vegna sagði ég fyrir nokkrum vikum að þeir dagar þegar Mo Salah byrjar hvern leik, sérstaklega á útivelli, verða að taka enda,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur á síðustu leiktíð með 29 mörk og 18 stoðsendingar í 38 leikjum. Hann er með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í ellefu deildarleikjum á þessari leiktíð. Sky Sports Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Einn af þeim sem hafa gagnrýnt Salah er knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sem jafnframt er fyrrverandi varnarmaður Liverpool. Carragher segir nýju taktíkina með Salah ganga hreinlega ekki upp og bjóði fyrir vikið hættunni heim. Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United, er líka sammála því að Carragher að Salah leggi ekki nóg af mörkum til liðsins og skilji hægri bakvörðinn Conor Bradley eftir berskjaldaðan. Þetta kom vel í ljós í 3-0 tapi Liverpool gegn Manchester City. „Þú þarft að allir leikmenn leggi sig fram og ég held að á þessu tímabili hafi lið sótt að Liverpool hægra megin,“ sagði Rooney í hlaðvarpsþættinum The Overlap. „Salah hleypur ekki til baka. Það eru augljósar áhyggjur fyrir Liverpool vegna þess að hann kemur ekki til baka og þá hefur liðið verið mikið að breyta um hægri bakvarðinn sinn. Ég held að lið séu að sækja á þá hlið. Manchester City gerði það og ég fann til með Bradley, því hann þurfti á hjálp að halda,“ sagði Rooney. Carragher hélt áfram í gagnrýni sinni á Salah. „Ef þú ert ekki að skora mörkin á öðrum endanum og skilur liðið eftir berskjaldað á hinum, þá fær Arne Slot í raun ekkert út úr þessari leikaðferð sinni að leyfa Mo Salah að vera bara frammi,“ sagði Carragher. „Þannig að annaðhvort verður hann að koma til baka í vörn eða þú verður að spila einhverjum öðrum. Þess vegna sagði ég fyrir nokkrum vikum að þeir dagar þegar Mo Salah byrjar hvern leik, sérstaklega á útivelli, verða að taka enda,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur á síðustu leiktíð með 29 mörk og 18 stoðsendingar í 38 leikjum. Hann er með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í ellefu deildarleikjum á þessari leiktíð. Sky Sports
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira