Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 07:01 Norski landsliðsmaðurinn Andreas Schjelderup viðurkenndi brotið og býst við því að vera dæmdur fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni af ólögráða einstaklingi. Noregur er aðeins einum sigri frá því að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn síðan 1998 en umræðan í norskum fjölmiðlum snýst um allt annað en velgengni liðsins innan vallar. Andreas Schjelderup var valinn í landsliðið þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa barnaklámi. Schjelderup er hluti af norska landsliðshópnum sem mætir Eistlandi á fimmtudag og Ítalíu á mánudag, á þriðjudag þarf hann svo að mæta fyrir dómstól í Kaupmannahöfn þar sem hann er ákærður. Búist er við því að Schjelderup muni játa brot sitt, eins og hann gerði á Instagram síðastliðinn laugardag. Hann er ákærður fyrir að hafa dreift myndbandi af einstaklingi undir lögaldri í kynferðislegri athöfn. Áframsendi myndband á Snapchat Í langri færslu á Instagram útskýrði hinn 21 árs gamli Schjelderup sína hlið af atvikinu, sem átti sér stað þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Nordsjælland í Danmörku. Samkvæmt honum fékk hann myndbandið sent á Snapchat og áframsendi það svo eftir að hafa aðeins horft á nokkrar sekúndur, hann hafi því ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvers kyns myndefni þetta væri, en áttaði sig á mistökunum og iðraðist. „Hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar“ Landsliðsþjálfari Noregs, Stale Solbakken, greindi frá því á blaðamannafundi í gær, sem snerist nánast allur um Schjelderup, að leikmaðurinn yrði áfram hluti af hópnum. „Ég er nokkuð viss um að það sé rétti hluturinn til að gera. Hann getur ekki borið fyrir sig neinar afsakanir en hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar. Ég er viss um að þetta muni ekki endurtaka sig og hann mun eflaust hugsa sig tvisvar um áður en hann áframsendir eitthvað á Snapchat aftur“ sagði Solbakken við norska ríkisútvarpið. Liðsfélagar Schjelderup í landsliðinu hafa einnig komið honum til varnar, sem og norsku samtökin gegn kynferðisofbeldi, sem hrósuðu honum fyrir að stíga fram og viðurkenna mistök. Ætti að draga sig úr landsliðshópnum Síðan Schjelderup játaði sekt sína á Instagram á laugardaginn hefur hávær umræða átt sér stað í Noregi um hvort hann eigi að draga sig úr landsliðshópnum. Sumir ganga svo langt að segja hann eiga alfarið að hætta með landsliðinu. „Besta niðurstaðan fyrir báða aðila væri ef Schjelderup áttaði sig á afleiðingum sem það hefur að hann sé í landsliðinu“ sagði knattspyrnusérfræðingur TV 2, Mina Finstad Berg. Samkvæmt VG á Schjelderup yfir höfði sér sjö daga skilorðsbundinn fangelsisdóm auk sektar. KSÍ gæti kannski hjálpað Ekki ósvipað mál vofir yfir landsliði Íslands sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í vikunni. Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar og Albert sat aðalmeðferð málsins í síðustu viku en niðurstöðu er að vænta í byrjun næsta mánaðar. Ólíkt norska knattspyrnusambandinu er KSÍ hins vegar með viðbragðsáætlun, sem var uppfærð í fyrra og segir nú til um að Albert megi spila, vegna þess að síðasta niðurstaða í dómsmáli gildir og þá var hann sýknaður. Norska sambandið myndi eflaust græða á því að setja sig í samband við kollega sína á Íslandi, sem hafa þurft að glíma við nokkur svona mál síðustu ár og gætu miðlað reynslu sinni. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Schjelderup er hluti af norska landsliðshópnum sem mætir Eistlandi á fimmtudag og Ítalíu á mánudag, á þriðjudag þarf hann svo að mæta fyrir dómstól í Kaupmannahöfn þar sem hann er ákærður. Búist er við því að Schjelderup muni játa brot sitt, eins og hann gerði á Instagram síðastliðinn laugardag. Hann er ákærður fyrir að hafa dreift myndbandi af einstaklingi undir lögaldri í kynferðislegri athöfn. Áframsendi myndband á Snapchat Í langri færslu á Instagram útskýrði hinn 21 árs gamli Schjelderup sína hlið af atvikinu, sem átti sér stað þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Nordsjælland í Danmörku. Samkvæmt honum fékk hann myndbandið sent á Snapchat og áframsendi það svo eftir að hafa aðeins horft á nokkrar sekúndur, hann hafi því ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvers kyns myndefni þetta væri, en áttaði sig á mistökunum og iðraðist. „Hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar“ Landsliðsþjálfari Noregs, Stale Solbakken, greindi frá því á blaðamannafundi í gær, sem snerist nánast allur um Schjelderup, að leikmaðurinn yrði áfram hluti af hópnum. „Ég er nokkuð viss um að það sé rétti hluturinn til að gera. Hann getur ekki borið fyrir sig neinar afsakanir en hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar. Ég er viss um að þetta muni ekki endurtaka sig og hann mun eflaust hugsa sig tvisvar um áður en hann áframsendir eitthvað á Snapchat aftur“ sagði Solbakken við norska ríkisútvarpið. Liðsfélagar Schjelderup í landsliðinu hafa einnig komið honum til varnar, sem og norsku samtökin gegn kynferðisofbeldi, sem hrósuðu honum fyrir að stíga fram og viðurkenna mistök. Ætti að draga sig úr landsliðshópnum Síðan Schjelderup játaði sekt sína á Instagram á laugardaginn hefur hávær umræða átt sér stað í Noregi um hvort hann eigi að draga sig úr landsliðshópnum. Sumir ganga svo langt að segja hann eiga alfarið að hætta með landsliðinu. „Besta niðurstaðan fyrir báða aðila væri ef Schjelderup áttaði sig á afleiðingum sem það hefur að hann sé í landsliðinu“ sagði knattspyrnusérfræðingur TV 2, Mina Finstad Berg. Samkvæmt VG á Schjelderup yfir höfði sér sjö daga skilorðsbundinn fangelsisdóm auk sektar. KSÍ gæti kannski hjálpað Ekki ósvipað mál vofir yfir landsliði Íslands sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í vikunni. Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar og Albert sat aðalmeðferð málsins í síðustu viku en niðurstöðu er að vænta í byrjun næsta mánaðar. Ólíkt norska knattspyrnusambandinu er KSÍ hins vegar með viðbragðsáætlun, sem var uppfærð í fyrra og segir nú til um að Albert megi spila, vegna þess að síðasta niðurstaða í dómsmáli gildir og þá var hann sýknaður. Norska sambandið myndi eflaust græða á því að setja sig í samband við kollega sína á Íslandi, sem hafa þurft að glíma við nokkur svona mál síðustu ár og gætu miðlað reynslu sinni.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira