Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 13:25 Lamine Yamal setti Barcelona í fyrsta sætið og missir af næstu landsleikjum Spánar. Getty/Catherine Steenkeste Lamine Yamal mun missa af leikjum Spánar í undankeppni HM í fótbolta í þessum landsliðsglugga vegna meiðsla. Spænska knattspyrnusambandið kom samt alveg af fjöllum. Spánverjar mæta Georgíu og Tyrklandi í þessum glugga. Hinn átján ára gamli Yamal glímir við þrálát nárameiðsli. Hann var valinn í spænska landsliðið í síðustu viku en fór í minni háttar aðgerð í Barcelona á mánudag, án vitundar spænska knattspyrnusambandsins. Þar átti að reyna að laga vandamálið. RFEF hefur lýst yfir undrun sinni á ákvörðun Barcelona um að láta sambandið ekki vita af stöðunni, en sættir sig við að Yamal þurfi sjö til tíu daga hvíld og hefur því leyft honum að snúa aftur til Barcelona. „Læknateymi RFEF vill lýsa yfir undrun sinni og áhyggjum eftir að hafa frétt kl. 13:47 mánudaginn 10. nóvember, á þeim degi sem æfingabúðir landsliðsins hófust formlega, að Yamal hefði gengist undir ífarandi hátíðnimeðferð vegna óþæginda í nára sama morgun,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu. „Þessi aðgerð var framkvæmd án þess að tilkynna læknateymi landsliðsins fyrir fram, sem frétti aðeins af smáatriðunum í gegnum skýrslu sem barst kl. 22:40 á mánudagskvöld, þar sem mælt var með 7–10 daga hvíld. Í ljósi þessara aðstæðna, og með heilsu, öryggi og velferð leikmannsins ávallt í forgangi, hefur RFEF tekið þá ákvörðun að leysa leikmanninn undan skyldum í núverandi landsliðshópi.“ Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, lýsti síðar yfir undrun sinni á því hvernig Barça hefur meðhöndlað málið. „Það eru ferlar sem eiga sér stað utan RFEF, þannig er það bara, svona er þetta og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði De la Fuente við RNE. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira
Spánverjar mæta Georgíu og Tyrklandi í þessum glugga. Hinn átján ára gamli Yamal glímir við þrálát nárameiðsli. Hann var valinn í spænska landsliðið í síðustu viku en fór í minni háttar aðgerð í Barcelona á mánudag, án vitundar spænska knattspyrnusambandsins. Þar átti að reyna að laga vandamálið. RFEF hefur lýst yfir undrun sinni á ákvörðun Barcelona um að láta sambandið ekki vita af stöðunni, en sættir sig við að Yamal þurfi sjö til tíu daga hvíld og hefur því leyft honum að snúa aftur til Barcelona. „Læknateymi RFEF vill lýsa yfir undrun sinni og áhyggjum eftir að hafa frétt kl. 13:47 mánudaginn 10. nóvember, á þeim degi sem æfingabúðir landsliðsins hófust formlega, að Yamal hefði gengist undir ífarandi hátíðnimeðferð vegna óþæginda í nára sama morgun,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu. „Þessi aðgerð var framkvæmd án þess að tilkynna læknateymi landsliðsins fyrir fram, sem frétti aðeins af smáatriðunum í gegnum skýrslu sem barst kl. 22:40 á mánudagskvöld, þar sem mælt var með 7–10 daga hvíld. Í ljósi þessara aðstæðna, og með heilsu, öryggi og velferð leikmannsins ávallt í forgangi, hefur RFEF tekið þá ákvörðun að leysa leikmanninn undan skyldum í núverandi landsliðshópi.“ Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, lýsti síðar yfir undrun sinni á því hvernig Barça hefur meðhöndlað málið. „Það eru ferlar sem eiga sér stað utan RFEF, þannig er það bara, svona er þetta og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði De la Fuente við RNE.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira