Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 11:01 Það vantar ekki bílstæðin í kringum stóra leikvanga í Bandaríkjunum og gott dæmi um það er MetLife-leikvangurinn í New Jersey. Getty/Al Bello Það verður lítið eftir í buddunni hjá fótboltaáhugafólki sem ætlar að mæta á leiki á komandi heimsmeistaramóti í fótbolta. HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira