Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 06:31 Liðsfélagarnir Luis Ortiz og Emmanuel Clase hafa verið ákærðirfyrir veðmálabrask og hagræðingu úrslita. Getty/Nick Cammett Nýtt veðmálahneyksli skekur Bandaríkin og það er ekki aðeins í körfuboltanum sem menn hafa verið að svindla til að græða pening fyrir sig eða fólk tengt sér. Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta. Hafnabolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta.
Hafnabolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti