Fótbolti

Enginn varið fleiri víti en Mamar­das­hvili

Siggeir Ævarsson skrifar
Giorgi Mamardashvili fagnaði vörsluna ógurlega áðan en það var þó skammgóður vermir
Giorgi Mamardashvili fagnaði vörsluna ógurlega áðan en það var þó skammgóður vermir Vísir/Getty

Giorgi Mamardashvili tók sig til og varði vítaspyrnu frá Erling Haaland nú rétt áðan í leik Manchester City og Liverpool en þetta var sjötta vítaspyrnan sem Mamardashvili ver á síðustu tveimur árum.

Enginn markvörður í fimm sterkustu deildum heimsins hefur leikið þetta eftir en tímabilið 2023-24, þegar hann lék með Valencia, varði hann þrjár vítaspyrnur og hélt þrettán sinnum hreinu.

Þetta var fyrsta vítaspyrnan sem hann ver í ensku úrvalsdeildinni en jafnframt aðeins fimmti leikur hans í deildinni.

Rúmur hálftími er eftir af leik Manchester City og Liverpool þegar þetta er skrifað. Haaland bætti upp fyrir vítið og kom City í 1-0 skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×