Enski boltinn

Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Loftfimleikar Brians Brobbey í uppbótartíma tryggðu Sunderland stig gegn Arsenal.
Loftfimleikar Brians Brobbey í uppbótartíma tryggðu Sunderland stig gegn Arsenal. getty/Scott Llewellyn

Sunderland og Manchester United tryggðu sér stig með mörkum á elleftu stundu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Alls voru átján mörk skoruð í fimm leikjum í gær.

Sunderland varð fyrsta liðið síðan Manchester City 21. september til að taka stig af Arsenal. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ljósvangi í gær.

Sunderland náði forystunni á 36. mínútu þegar Daniel Ballard skoraði. Þetta var fyrsta markið sem Arsenal fær á sig í níu leikjum.

Arsenal komst yfir með mörkum frá Bukayo Saka og Leonard Trossard en Brian Brobbey jafnaði fyrir Sunderland þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Klippa: Sunderland - Arsenal 2-2

Leikur Tottenham og United endaði einnig 2-2. Gestirnir voru yfir í hálfleik þökk sé skallamarki Bryan Mbeumo en varamaðurinn Mathys Tel jafnaði þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Richarlison kom Spurs svo þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma en Matthjis de Ligt tryggði United stig með marki á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Chelsea vann 3-0 sigur á botnliði Wolves á Stamford Bridge. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Malo Gusto, Joao Pedro og Pedro Neto skoruðu mörk heimamanna.

West Ham United vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Burnley að velli, 3-2. Callum Wilson, Tomás Soucek og Kyle Walker-Peters skoruðu mörk Hamranna en Zian Flemming og Josh Cullen skoruðu fyrir nýliðana.

Þá bar Everton sigurorð af Fulham á heimavelli, 2-0. Idrissa Gana Gueye og Michael Keane skoruðu mörkin.

Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sanngjarn heimasigur

Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með lánlaust lið Wolves þegar Úlfarnir heimsóttu Lundúnir í kvöld.

Dramatík í uppbótartíma

Nýliðar Sunderland urðu í kvöld þriðja liðið til að taka stig af toppliði Arsenal þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í nokkuð dramatískum leik á Leikvangi ljósanna.

Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði viljað sjá sína menn sýna meira hugrekki til að sigra Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×