Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar 6. nóvember 2025 15:15 Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð á nýjum bílum verulega sem kemur augljóslega illa við alla sem sjá fram á að kaupa nýjan bíl. Það mun ekki síður koma illa við budduna hjá þeim sem hyggjast kaupa notaðan bíl, vegna þess að hækkað verð á nýjum bílum mun augljóslega skila sér áfram á markað með notaða bíla. Skammarleg vinnubrögð sem munu valda verulegu tjóni Varla er hægt að tala um þessa vörugjaldahækkun öðruvísi en beina aðför að rekstri bílaleiga, sérstaklega þegar hún leggst ofan á álagningu kílómetragjalds. Þetta tvennt mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þessi fyrirtæki, með nær engum fyrirvara, sem er ótæk framkoma við fyrirtæki í rekstri. Álagning vörugjalda með þessum hætti, með örskömmum fyrirvara eftir að frumvarp til fjárlaga er komið fram, er pólitísk handvömm sem réttast væri að fjármálaráðuneytið sæi sóma sinn í að draga til baka. Þess í stað reynir ráðuneytið nú að snúa upp á hendurnar á nefndarfólki í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að þau gerist ábyrg fyrir tjóninu sem breytingin mun hafa í för með sér. Vörugjaldahækkunin er bein skattahækkun á ferðaþjónustu Bílaleigur kaupa um helming nýskráðra bíla á Íslandi ár hvert. Það þýðir að ef vörugjaldahækkunin á að skila rúmum 7 milljörðum króna í ríkissjóð er gert ráð fyrir að rúmir 3,5 milljarðar komi beint frá bílaleigufyrirtækjum. Það þýðir að vörugjaldahækkunin er beinn ferðaþjónustuskattur að áhrifum og framkvæmd. Verð á ferðalagi til Íslands mun hækka umtalsvert Um 60% ferðamanna sem koma til Íslands leigja sér bílaleigubíl og eru þeir því ein mikilvægasta leiðin til að ná markmiðum ferðamálastefnu um aukna dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun ferðaþjónustu um allt land. Það er alveg ljóst að hækkun vörugjalda og álagning kílómetragjalds mun sameiginlega valda langmestu tjóni í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest þörf er fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnutækifæra og innviða í ferðaþjónustu. Hækkunin hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í heild, ekki bara bílaleigur Vörugjaldahækkunin hefur því augljós neikvæð áhrif á verð á ferðaþjónustuvörum og heildarverð á ferð til Íslands, ekki aðeins á verð bílaleigubíla. Tjónið sem hækkunin veldur mun því hríslast um alla virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Áfangastaðurinn Ísland hefur verið að tapa alþjóðlegri samkeppnishæfni undanfarin ár, eins og t.d. er staðfest í skýrslum World Economic Forum um samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna í heiminum. Vörugjaldahækkunin mun gera Ísland að enn dýrari áfangastað í samanburði við áþekka áfangastaði eins og Noreg, sem nú þegar njóta verulegs forskots, t.d. vegna hás raungengis íslensku krónunnar og raunstöðvunar á neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem áfangastað frá árinu 2022. Afleiðingar hækkunarinnar ganga þvert á stefnur ríkisstjórnarinnar Eitt af grunnmarkmiðum Ferðamálastefnu er að allir landshlutar njóti góðs af uppbyggingu ferðaþjónustu og að ýta skuli undir meiri dreifingu ferðamanna um landið og verðmætasköpun í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í markmiðum atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem nú er í vinnslu er sérstaklega talað um mikilvægi uppbyggingar atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Augljósar afleiðingar hækkunar vörugjalda á bílaleigur og ferðaþjónustu þverbrjóta bæði þessi grundvallarmarkmið svo harkalega að spyrja verður hvort ríkisstjórnin líti einfaldlega á þessar yfirlýstu grundvallarstefnur sem verðlaus skúffuplögg? Slæm áhrif á bílaleigur skila sér beint til neytenda Bílaleigubílar eru mjög stór hluti af eftirmarkaði með bíla á Íslandi. Því er algerlega ljóst að hærra innkaupsverð á bílaleigubílum og aukinn kostnaður í rekstri þeirra mun skila sér í hærra verði á eftirmarkaði með notaða bíla. Vörugjaldahækkunin skilar sér því til allra sem ætla að kaupa sér bíl inn í framtíðina, þótt fjármálaráðuneytið haldi því fram í áliti sínu að áhrifin skili sér bara til karla með góðar tekjur sem kaupa sér nýja bíla. Það er einfaldlega rangt. Verð nýrra bíla er einnig þáttur í neysluvísitölu, um 6% í útreikningi vísitölunnar eða svo. Það er því augljóst að hækkað listaverð á nýjum bílum mun hafa áhrif til hækkunar verðbólgu. Hér er verðbólgusleggjan því lögð til hliðar og tekin kaffipása í baráttunni við verðbólguna, sem augljóslega mun koma verr við budduna hjá öllum í samfélaginu þeim mun lengur sem hún varir. Lækkuð vörugjöld á rafbíla munu ekki skila árangri í orkuskiptum Svo virðist sem að á bak við hækkun vörugjalda á jarðefnaeldsneytisbíla og lækkun vörugjalda á rafbíla liggi sú trú að það muni ýta undir aukin kaup bílaleiga á rafbílum og flýta orkuskiptum í samgöngum. Það er óskhyggja. Staðreyndin er sú, eins og hefur margoft verið útskýrt fyrir stjórnvöldum, að erlendir ferðamenn á Íslandi hafa engan áhuga á að leiga sér rafmagnsbíl. Þeir þekkja ekki vöruna, þeir treysta ekki innviðunum og vilja bara fá sinn gamla góða bensín- eða díselbíl sem þeir þekkja. Og áður en fólk hristir höfuðið og hugsar hvort ekki megi bara auglýsa rafmagnsbílinn betur þá bið ég lesendur að hugsa til svona síðustu þriggja ferða sinna erlendis þar sem þau leigðu sér bíl og rifja upp – leigðuð þið ykkur rafmagnsbíl? Lægri vörugjöld á rafmagnsbíla ein og sér breyta ekki kauphegðun erlendra ferðamanna eða auka þekkingu þeirra og áhuga á rafmagnsbílum á einni nóttu. Þá mun afnám VSK undanþágu við sölu rafbíla hafa talsverð áhrif og eyða út áhrifum af lækkuðum vörugjöldum auk þess að draga úr framboði rafbíla á eftirmarkaði. Skatttekjurnar skila sér ekki, en vantraustið lifir Á bak við þetta allt er tvennt, annars vegar væntingar um 7,5 milljarða króna skatttekjur í ríkissjóð á næsta ári og hins vegar væntingar um að ná markmiði um að tekjur af samgönguskattheimtu nái 1,7% af landsframleiðslu. Það er öllum sem starfa í raunhagkerfinu ljóst að þessi markmið munu ekki nást, það liggur einfaldlega fyrir nú þegar. Ástæðan er sú að í excel skjölum fjármálaráðuneytisins er aldrei gert ráð fyrir því hvernig skattahækkanir hafa áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. Nú standa bílaleigur frammi fyrir því að skynsamlegast er fyrir reksturinn að kaupa sem flesta bíla fyrir áramót, og kaupa svo enga bíla á næsta ári. Aðeins með því móti verður skaðinn af hækkuninni lágmarkaður eins og mögulegt er. Ef bílaleigur kaupa enga bíla á næsta ári þá skila 3,5 milljarðarnir sem excel skjölin áætla sér ekki í ríkiskassann. Það er svo einfalt. Þá næst heldur ekki markmiðið um 1,7 prósentin. Það er augljóst. Og þá er eftir að reikna áhrifin á önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum sem munu kaupa færri bíla eða enga bíla á næsta ári. Sömuleiðis á eftir að gera ráð fyrir minni kaupum almennings á nýjum bílum á næsta ári. Það eina sem gerist er að hækkunin veldur því að bílaleiguflotinn eldist, öryggi á vegum minnkar í beinu samhengi, ferðamenn aka færri kílómetra um landið og dreifast minna á svæðin sem mest þurfa á verðmætunum að halda. Þá verður baráttan við verðbólguna lengri og þrálátari og kemur fastar við budduna hjá öllum í landinu, og þau sem þurfa að kaupa bíl þurfa að greiða nokkur hundruð þúsund til nokkrum milljónum meira fyrir hann, hvort sem hann er nýr eða notaður. Ríkisstjórnin fær því ekki skatttekjurnar sínar en situr eftir með vantraust ferðaþjónustufyrirtækja, þverbrotnar eigin stefnur og ósátta neytendur. Það er staðan. Spurningin er hvort alþingismenn ætla að láta fjármálaráðuneytið teyma sig í það ferðalag? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð á nýjum bílum verulega sem kemur augljóslega illa við alla sem sjá fram á að kaupa nýjan bíl. Það mun ekki síður koma illa við budduna hjá þeim sem hyggjast kaupa notaðan bíl, vegna þess að hækkað verð á nýjum bílum mun augljóslega skila sér áfram á markað með notaða bíla. Skammarleg vinnubrögð sem munu valda verulegu tjóni Varla er hægt að tala um þessa vörugjaldahækkun öðruvísi en beina aðför að rekstri bílaleiga, sérstaklega þegar hún leggst ofan á álagningu kílómetragjalds. Þetta tvennt mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þessi fyrirtæki, með nær engum fyrirvara, sem er ótæk framkoma við fyrirtæki í rekstri. Álagning vörugjalda með þessum hætti, með örskömmum fyrirvara eftir að frumvarp til fjárlaga er komið fram, er pólitísk handvömm sem réttast væri að fjármálaráðuneytið sæi sóma sinn í að draga til baka. Þess í stað reynir ráðuneytið nú að snúa upp á hendurnar á nefndarfólki í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að þau gerist ábyrg fyrir tjóninu sem breytingin mun hafa í för með sér. Vörugjaldahækkunin er bein skattahækkun á ferðaþjónustu Bílaleigur kaupa um helming nýskráðra bíla á Íslandi ár hvert. Það þýðir að ef vörugjaldahækkunin á að skila rúmum 7 milljörðum króna í ríkissjóð er gert ráð fyrir að rúmir 3,5 milljarðar komi beint frá bílaleigufyrirtækjum. Það þýðir að vörugjaldahækkunin er beinn ferðaþjónustuskattur að áhrifum og framkvæmd. Verð á ferðalagi til Íslands mun hækka umtalsvert Um 60% ferðamanna sem koma til Íslands leigja sér bílaleigubíl og eru þeir því ein mikilvægasta leiðin til að ná markmiðum ferðamálastefnu um aukna dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun ferðaþjónustu um allt land. Það er alveg ljóst að hækkun vörugjalda og álagning kílómetragjalds mun sameiginlega valda langmestu tjóni í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest þörf er fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnutækifæra og innviða í ferðaþjónustu. Hækkunin hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í heild, ekki bara bílaleigur Vörugjaldahækkunin hefur því augljós neikvæð áhrif á verð á ferðaþjónustuvörum og heildarverð á ferð til Íslands, ekki aðeins á verð bílaleigubíla. Tjónið sem hækkunin veldur mun því hríslast um alla virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Áfangastaðurinn Ísland hefur verið að tapa alþjóðlegri samkeppnishæfni undanfarin ár, eins og t.d. er staðfest í skýrslum World Economic Forum um samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna í heiminum. Vörugjaldahækkunin mun gera Ísland að enn dýrari áfangastað í samanburði við áþekka áfangastaði eins og Noreg, sem nú þegar njóta verulegs forskots, t.d. vegna hás raungengis íslensku krónunnar og raunstöðvunar á neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem áfangastað frá árinu 2022. Afleiðingar hækkunarinnar ganga þvert á stefnur ríkisstjórnarinnar Eitt af grunnmarkmiðum Ferðamálastefnu er að allir landshlutar njóti góðs af uppbyggingu ferðaþjónustu og að ýta skuli undir meiri dreifingu ferðamanna um landið og verðmætasköpun í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í markmiðum atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem nú er í vinnslu er sérstaklega talað um mikilvægi uppbyggingar atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Augljósar afleiðingar hækkunar vörugjalda á bílaleigur og ferðaþjónustu þverbrjóta bæði þessi grundvallarmarkmið svo harkalega að spyrja verður hvort ríkisstjórnin líti einfaldlega á þessar yfirlýstu grundvallarstefnur sem verðlaus skúffuplögg? Slæm áhrif á bílaleigur skila sér beint til neytenda Bílaleigubílar eru mjög stór hluti af eftirmarkaði með bíla á Íslandi. Því er algerlega ljóst að hærra innkaupsverð á bílaleigubílum og aukinn kostnaður í rekstri þeirra mun skila sér í hærra verði á eftirmarkaði með notaða bíla. Vörugjaldahækkunin skilar sér því til allra sem ætla að kaupa sér bíl inn í framtíðina, þótt fjármálaráðuneytið haldi því fram í áliti sínu að áhrifin skili sér bara til karla með góðar tekjur sem kaupa sér nýja bíla. Það er einfaldlega rangt. Verð nýrra bíla er einnig þáttur í neysluvísitölu, um 6% í útreikningi vísitölunnar eða svo. Það er því augljóst að hækkað listaverð á nýjum bílum mun hafa áhrif til hækkunar verðbólgu. Hér er verðbólgusleggjan því lögð til hliðar og tekin kaffipása í baráttunni við verðbólguna, sem augljóslega mun koma verr við budduna hjá öllum í samfélaginu þeim mun lengur sem hún varir. Lækkuð vörugjöld á rafbíla munu ekki skila árangri í orkuskiptum Svo virðist sem að á bak við hækkun vörugjalda á jarðefnaeldsneytisbíla og lækkun vörugjalda á rafbíla liggi sú trú að það muni ýta undir aukin kaup bílaleiga á rafbílum og flýta orkuskiptum í samgöngum. Það er óskhyggja. Staðreyndin er sú, eins og hefur margoft verið útskýrt fyrir stjórnvöldum, að erlendir ferðamenn á Íslandi hafa engan áhuga á að leiga sér rafmagnsbíl. Þeir þekkja ekki vöruna, þeir treysta ekki innviðunum og vilja bara fá sinn gamla góða bensín- eða díselbíl sem þeir þekkja. Og áður en fólk hristir höfuðið og hugsar hvort ekki megi bara auglýsa rafmagnsbílinn betur þá bið ég lesendur að hugsa til svona síðustu þriggja ferða sinna erlendis þar sem þau leigðu sér bíl og rifja upp – leigðuð þið ykkur rafmagnsbíl? Lægri vörugjöld á rafmagnsbíla ein og sér breyta ekki kauphegðun erlendra ferðamanna eða auka þekkingu þeirra og áhuga á rafmagnsbílum á einni nóttu. Þá mun afnám VSK undanþágu við sölu rafbíla hafa talsverð áhrif og eyða út áhrifum af lækkuðum vörugjöldum auk þess að draga úr framboði rafbíla á eftirmarkaði. Skatttekjurnar skila sér ekki, en vantraustið lifir Á bak við þetta allt er tvennt, annars vegar væntingar um 7,5 milljarða króna skatttekjur í ríkissjóð á næsta ári og hins vegar væntingar um að ná markmiði um að tekjur af samgönguskattheimtu nái 1,7% af landsframleiðslu. Það er öllum sem starfa í raunhagkerfinu ljóst að þessi markmið munu ekki nást, það liggur einfaldlega fyrir nú þegar. Ástæðan er sú að í excel skjölum fjármálaráðuneytisins er aldrei gert ráð fyrir því hvernig skattahækkanir hafa áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. Nú standa bílaleigur frammi fyrir því að skynsamlegast er fyrir reksturinn að kaupa sem flesta bíla fyrir áramót, og kaupa svo enga bíla á næsta ári. Aðeins með því móti verður skaðinn af hækkuninni lágmarkaður eins og mögulegt er. Ef bílaleigur kaupa enga bíla á næsta ári þá skila 3,5 milljarðarnir sem excel skjölin áætla sér ekki í ríkiskassann. Það er svo einfalt. Þá næst heldur ekki markmiðið um 1,7 prósentin. Það er augljóst. Og þá er eftir að reikna áhrifin á önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum sem munu kaupa færri bíla eða enga bíla á næsta ári. Sömuleiðis á eftir að gera ráð fyrir minni kaupum almennings á nýjum bílum á næsta ári. Það eina sem gerist er að hækkunin veldur því að bílaleiguflotinn eldist, öryggi á vegum minnkar í beinu samhengi, ferðamenn aka færri kílómetra um landið og dreifast minna á svæðin sem mest þurfa á verðmætunum að halda. Þá verður baráttan við verðbólguna lengri og þrálátari og kemur fastar við budduna hjá öllum í landinu, og þau sem þurfa að kaupa bíl þurfa að greiða nokkur hundruð þúsund til nokkrum milljónum meira fyrir hann, hvort sem hann er nýr eða notaður. Ríkisstjórnin fær því ekki skatttekjurnar sínar en situr eftir með vantraust ferðaþjónustufyrirtækja, þverbrotnar eigin stefnur og ósátta neytendur. Það er staðan. Spurningin er hvort alþingismenn ætla að láta fjármálaráðuneytið teyma sig í það ferðalag? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar