Fótbolti

Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson hefur gleymt við meiðsli allt þetta tímabil.
Orri Steinn Óskarsson hefur gleymt við meiðsli allt þetta tímabil. Vísir/Hulda Margrét

Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, getur ekki tekið þátt í næsta verkefni landsliðsins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var spurður út í stöðuna á Orra á blaðamannafundi í dag.

„Það eru alltaf tveir til þrír meiddir í hverjum einasta glugga. Orri er því miður enn og aftur frá,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á fundinum í dag. Orri hefur ekki verið með liðinu í síðustu verkefnum vegna meiðsla.

„Hans sjötti leikur í röð sem hann missir af. Þetta er gríðarlegt högg fyrir þessa stráka enda skemmtilegt verkefni fram undan,“ sagði Arnar.

„Okkur hefur gengið ágætlega hingað til að manna þessi skörð en auðvitað söknum við hans mikið,“ sagði Arnar en var Orri nálægt því að geta tekið þátt í þessum leikjum?

„Nei, því miður. Bara eiginlega lengra frá því heldur en síðast. Hann fékk bara ‚setback', að ég held viku eftir að síðasta glugga lauk,“ sagði Arnar

„Án þess að vera að fábúlera eitthvað um hans meiðsli þá myndi ég halda seinni hluta desember og janúar,“ sagði Arnar um mögulega endurkomu Orra í lið Real Sociedad.

„Gulrótin fyrir hann er klárlega að við náum þessum umspilsleikjum í mars og hann verði hundrað prósent klár í það,“ sagði Arnar en til þess að þarf íslenska liðið að tryggja sér annað sætið í riðlinum í komandi leikjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×