Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar 3. nóvember 2025 13:00 Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun