Erlent

Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afgan­istan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrátt fyrir að jarðhræringar séu tíðar í Afganistan eru fæst húsanna þar byggð til að standast stóra skjálfta.
Þrátt fyrir að jarðhræringar séu tíðar í Afganistan eru fæst húsanna þar byggð til að standast stóra skjálfta. Getty

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir 6,3 stiga jarðskjálfta í norðurhluta Afganistan. Búist er við því að fleiri finnist látnir og þá eru hundruð særð.

Skjálftin átti upptök sín nærri Mazar-e- Sharif, einni stærstu borg Afganistan, á um 28 km dýpi. Talsmaður Talíbanastjórnarinnar sagði yfir 20 væru látnir og 320 særðir.

Um hálf milljón manna býr í Mazar-e- Sharif. Margir íbúar þustu út á götur í kjölfar skjálftans, óttaslegnir um að byggingar myndu hrynja. 

Yfir þúsund manns létust þegar 6 stiga skjálfti reið yfir austurhluta Afganistan í ágúst síðastliðnum. Þá hrundi fjöldi húsa í dreifbýli, flest gerð úr timbri og leir, með þeim afleiðingum að íbúar urðu undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×