Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:32 Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Manchester United náði ekki að halda sigurgöngunni áfram í gær. Getty/ Michael Regan/@theunitedstrand Þriggja leikja sigurganga Manchester United endaði með 2-2 jafntefli á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og margir hugsuðu strax til eins manns sem var kominn svo nálægt því að komast í langþráða klippingu. „Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand) Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
„Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand)
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira