Fótbolti

Glódís Perla og fé­lagar létu ekki á­fall í byrjun stoppa sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er einnig fyrirliði Bayern München. 
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er einnig fyrirliði Bayern München.  Getty/Sebastian Widmann

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir fékk ekki langa hvíld eftir sigurleikinn á Norður-Írum í vikunni því hún var mætt í slaginn með Bayern München í þýsku deildinni í dag.

Bayern München byrjaði daginn illa en vann að lokum öruggan 4-1 sigur á Essen.

Sigurinn skilar Bayern sex stiga forskoti á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð og náð í 22 stig af 24 mögulegum á þessu tímabili.

Glódís Perla var í byrjunarliði Bæjara að vanda en liðið lenti undir strax á annarri mínútu þegar Ramona Maier skoraði. Íslenski miðvörðurinn spilaði allan leikinn.

Bayern svaraði með þremur mörkum fyrir hálfleik.

Lea Schüller skoraði tvívegis og Pernille Harder var með eitt mark. Harder átti stoðsendinguna í þriðja markinu en Klara Bühl lagði upp hin tvö mörkin.

Fjórða markið kom ekki fyrr en á 86. mínútu en það skoraði Linda Dallmann.

Bayern hafði mikla yfirburði í leiknum og markið hennar Maier í upphafi leiks var eina skot Essen í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×