Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 10:43 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Samsett Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. Dómsmálaráðuneytið hefur haft fjármál embættis ríkislögreglustjóra til athugunar á þessu ári. Vinna að úttektinni hófst eftir að rekstrarniðurstaða embættisins fyrir árið 2024 lá fyrir en rekstrarhalli ársins var mikill. Að auki stefnir í mikinn halla árið 2025. Í úttekt sem framkvæmd var fyrir ráðuneytið kemur fram að miðað við reglulega starfsemi embættisins var það rekið í 852 milljóna króna halla árið 2024 sem er átján prósentum umfram fjárveitingar sem embættið hlaut það árið. Þrátt fyrir auknar fjárveitingar til embættisins, bæði í einstökum tilfellum og með varanlegum fjárveitingum, hafa útgjöldin vaxið hátt í helmingi hraðar en tekjurnar. Kostnaður við óvenjuleg útgjöld síðustu fimm ár, til dæmis vegna eldgoss á Reykjanesskaga, Covid-19, Evrópuleiðtogafundi og aurskriðum á Seyðisfirði, nam tæpum 11,7 milljörðum. Sérstakar fjárheimildir voru 11,85 milljarðar. Árin 2020, 2021 og 2024 reyndust verkefnaútgjöld vera hærri en sérstakar fjárheimildir. Árið 2020 voru sjötíu prósent útgjalda embættisins vegna greiðslna fyrir vinnu starfsfólks og verktaka en árið 2024 námu greiðslurnar 84 prósentum útgjalda embættisins. Sérfræðigreiðslur voru þá einn milljarður árið 2021 en 4,4 milljarðar árið 2024. Greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjöf hafa verið til umræðu undanfarna daga. Á síðustu fimm árum hefur embættið greitt Intru, og þar af leiðandi eina starfsmanni þess, Þórunni Óðinsdóttur, alls 160 milljónir króna fyrir ráðgjöf hennar. Tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins fór að grennslast um málið var Þórunn ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Þar gegnir hún stöðu sérfræðings á skrifstofu ríkislögreglustjóra til að fylgja eftir verkefnum tengdum húsnæðismálum og stjórnarráðgjöf. Hún hefur ekki mannaforráð en staðan er tímabundin til þriggja mánaða. Að sama skapi var nokkrum sagt upp hjá embættinu vegna rekstrarhalla þess. „Augljóst er að helsta verkefnið í rekstri RLS, nú þegar stóru óvæntu verkefnin hafa dregist saman og sérstakar fjárheimildir vegna þeirra fara hratt lækkandi, er að ná nýju jafnvægi í rekstri embættisins. Rekstrarhallinn var mikill á árinu 2024 og það stefnir í mikinn halla á árinu 2025,“ segir í úttektinni. Þar kemur fram að lækka þurfi útgjöld embættisins í samræmi við tekjuramma þess. Hingað til hefur stefna ríkislögreglustjóra verið að segja ekki upp fólki heldur láta hjá líða að ráða í störf sem losna ekki virkað sem skyldi. „Vönduð áætlanagerð er öflugusta tækið sem stjórnendur eiga völ á til að forgangsraða í rekstrinum og til að endurheimta rekstrarjafnvægi. Endurskoða þarf bókhald og jafnvel stjórnskipulag RLS til að styrkja og einfalda áætlanagerð embættisins og gera hana að gagnsærra og virkara stjórnkerfi.“ Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sendi í kjölfar úttektarinnar bréf á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og óskaði eftir skýringum á rekstrarhallanum. Þar óskar hún eftir skýringum á viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtækið Intra ráðgjöf auk upplýsinga um umfang kaupa á ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga og ráðgjafa ásamt greiðslum til verktaka. Ekki sé tekið tillit til fjölgunar verkefna Í gærkvöldi sendi embætti ríkislögreglustjóra út yfirlýsingu þar sem segir að áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 sé 1,49 milljarðar. Það eru 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar fyrir þessi ár. Rökstuðningur fyrir hallarekstrinum er meðal annars vegna tilfallandi verkefna líkt og viðvarandi almannavarnarástands á Suðurnesjum, öryggisgæslu vegna opinberra viðburða og heimsókna á vegum stjórnvalda, fjölgunar útkalla vegna alvarlegra ofbeldisbrota og aukningar verkefna tengdum umsækjendum um alþjóðlega vernd. Embætti ríkislögreglustjóra hefur einnig gefið út umsögn um úttektina sem dómsmálaráðherra lét framkvæma. Þar segir að ófyrirsjáanleiki verkefna sé oft mikill og til að mynda hafi ekki verið gert ráð fyrir kostnaði við löggæslu við skipulag og framkvæmd Norðurlandaþings og heimsóknar forseta Úkraínu árið 2024. Ekki sé tekið tillit til fjölgunar verkefna í úttekt ráðuneytisins, til að mynda innleiðingu snjalllandamæra. Því er gerð athugasemd við að í úttektinni segir að útgjöld embættisins hafi vaxið helmingi hraðar en tekjurnar. Þar á meðal er þjálfun lögreglumanna, sem hafa aldrei verið jafn margir, auknar hæfniskröfur lögreglumanna sem þarfnast frekari þjálfunar og að embættinu var falið að sjá um öryggisgæslu æðstu stjórn ríkisins, til að mynda á Bessastöðum, í forsætisráðuneytinu og Alþingi. Þá segir einnig að Sigríður Björk hafi látið dómsmálaráðuneytið vita af stöðunni þann 25. október 2024 þegar þær funduðu í tengslum við áætlanagerð fyrir árið 2025. Fréttin hefur verið uppfærð. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur haft fjármál embættis ríkislögreglustjóra til athugunar á þessu ári. Vinna að úttektinni hófst eftir að rekstrarniðurstaða embættisins fyrir árið 2024 lá fyrir en rekstrarhalli ársins var mikill. Að auki stefnir í mikinn halla árið 2025. Í úttekt sem framkvæmd var fyrir ráðuneytið kemur fram að miðað við reglulega starfsemi embættisins var það rekið í 852 milljóna króna halla árið 2024 sem er átján prósentum umfram fjárveitingar sem embættið hlaut það árið. Þrátt fyrir auknar fjárveitingar til embættisins, bæði í einstökum tilfellum og með varanlegum fjárveitingum, hafa útgjöldin vaxið hátt í helmingi hraðar en tekjurnar. Kostnaður við óvenjuleg útgjöld síðustu fimm ár, til dæmis vegna eldgoss á Reykjanesskaga, Covid-19, Evrópuleiðtogafundi og aurskriðum á Seyðisfirði, nam tæpum 11,7 milljörðum. Sérstakar fjárheimildir voru 11,85 milljarðar. Árin 2020, 2021 og 2024 reyndust verkefnaútgjöld vera hærri en sérstakar fjárheimildir. Árið 2020 voru sjötíu prósent útgjalda embættisins vegna greiðslna fyrir vinnu starfsfólks og verktaka en árið 2024 námu greiðslurnar 84 prósentum útgjalda embættisins. Sérfræðigreiðslur voru þá einn milljarður árið 2021 en 4,4 milljarðar árið 2024. Greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjöf hafa verið til umræðu undanfarna daga. Á síðustu fimm árum hefur embættið greitt Intru, og þar af leiðandi eina starfsmanni þess, Þórunni Óðinsdóttur, alls 160 milljónir króna fyrir ráðgjöf hennar. Tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins fór að grennslast um málið var Þórunn ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Þar gegnir hún stöðu sérfræðings á skrifstofu ríkislögreglustjóra til að fylgja eftir verkefnum tengdum húsnæðismálum og stjórnarráðgjöf. Hún hefur ekki mannaforráð en staðan er tímabundin til þriggja mánaða. Að sama skapi var nokkrum sagt upp hjá embættinu vegna rekstrarhalla þess. „Augljóst er að helsta verkefnið í rekstri RLS, nú þegar stóru óvæntu verkefnin hafa dregist saman og sérstakar fjárheimildir vegna þeirra fara hratt lækkandi, er að ná nýju jafnvægi í rekstri embættisins. Rekstrarhallinn var mikill á árinu 2024 og það stefnir í mikinn halla á árinu 2025,“ segir í úttektinni. Þar kemur fram að lækka þurfi útgjöld embættisins í samræmi við tekjuramma þess. Hingað til hefur stefna ríkislögreglustjóra verið að segja ekki upp fólki heldur láta hjá líða að ráða í störf sem losna ekki virkað sem skyldi. „Vönduð áætlanagerð er öflugusta tækið sem stjórnendur eiga völ á til að forgangsraða í rekstrinum og til að endurheimta rekstrarjafnvægi. Endurskoða þarf bókhald og jafnvel stjórnskipulag RLS til að styrkja og einfalda áætlanagerð embættisins og gera hana að gagnsærra og virkara stjórnkerfi.“ Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sendi í kjölfar úttektarinnar bréf á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og óskaði eftir skýringum á rekstrarhallanum. Þar óskar hún eftir skýringum á viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtækið Intra ráðgjöf auk upplýsinga um umfang kaupa á ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga og ráðgjafa ásamt greiðslum til verktaka. Ekki sé tekið tillit til fjölgunar verkefna Í gærkvöldi sendi embætti ríkislögreglustjóra út yfirlýsingu þar sem segir að áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 sé 1,49 milljarðar. Það eru 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar fyrir þessi ár. Rökstuðningur fyrir hallarekstrinum er meðal annars vegna tilfallandi verkefna líkt og viðvarandi almannavarnarástands á Suðurnesjum, öryggisgæslu vegna opinberra viðburða og heimsókna á vegum stjórnvalda, fjölgunar útkalla vegna alvarlegra ofbeldisbrota og aukningar verkefna tengdum umsækjendum um alþjóðlega vernd. Embætti ríkislögreglustjóra hefur einnig gefið út umsögn um úttektina sem dómsmálaráðherra lét framkvæma. Þar segir að ófyrirsjáanleiki verkefna sé oft mikill og til að mynda hafi ekki verið gert ráð fyrir kostnaði við löggæslu við skipulag og framkvæmd Norðurlandaþings og heimsóknar forseta Úkraínu árið 2024. Ekki sé tekið tillit til fjölgunar verkefna í úttekt ráðuneytisins, til að mynda innleiðingu snjalllandamæra. Því er gerð athugasemd við að í úttektinni segir að útgjöld embættisins hafi vaxið helmingi hraðar en tekjurnar. Þar á meðal er þjálfun lögreglumanna, sem hafa aldrei verið jafn margir, auknar hæfniskröfur lögreglumanna sem þarfnast frekari þjálfunar og að embættinu var falið að sjá um öryggisgæslu æðstu stjórn ríkisins, til að mynda á Bessastöðum, í forsætisráðuneytinu og Alþingi. Þá segir einnig að Sigríður Björk hafi látið dómsmálaráðuneytið vita af stöðunni þann 25. október 2024 þegar þær funduðu í tengslum við áætlanagerð fyrir árið 2025. Fréttin hefur verið uppfærð.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira