Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 28. október 2025 23:34 Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. Aðstoðarlögreglustjóri biðlar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu að halda sig inni í kvöld og segir ástand gatna enn afar slæmt. Veðurfræðingur segir veðrið hafa staðið yfir í skemmri tíma en spár gerðu fyrst ráð fyrir og fljótlega taki að hlýna. Nokkur hasar var í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar alhvít jörð blasti við höfuðborgarbúum. Strax varð ljóst að ekki væri óhætt að fara út í umferðina nema á vel útbúnum bílum. Víða mátti sjá fólk festa bílana sína strax í innkeyrslum og þá var greinilegt að þó nokkrir ákváðu að halda sig heima og bíða eftir því að veðrinu slotaði. Þeir sem ákváðu að fara út í umferðina lentu margir í miklu veseni. Sátu ökumenn víða fastir á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins og ollu miklum samgöngutruflunum um tíma. Það voru miklar tafir á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 8 og 9 í morgun. Þegar umferð fór að flæða betur hélt úrkoman áfram og seinna mátti aftur víða finna sjá ökumenn í vandræðum. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Sigurjón Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra er meðal þeirra sem gekk illa að komast til vinnu í morgun. „Þetta tók langan tíma og það voru miklar tafir en samráðherrar mínir sýndu mér skilning,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Ýmis óhöpp áttu sér stað í umferðinni í dag og rakst sendiferðabíll meðal annars utan í fólksbíl í íbúðagötu í Vesturbænum. „Hann rann utan í minn og hann bara sómasamlega hringdi í eiganda bílsins og ég skottaðist út,“ sagði Hilmar Bjarni Hilmarsson, eigandi fólksbílsins, en ökumaður sendiferðabílsins kaus að tjá sig ekki um málið við fréttamann. Veðrið raskaði víða umferð og er ástandið enn erfitt víða á götum. Landsbjörg Aðrir kepptust við að moka bílana sína út í morgun. Ekki voru allir sáttir með mokstur borgarinnar. „Ég er búinn að eiga heima hérna síðan 1988 og mér finnst að Reykjavíkurborg moki ekki almennilega nema þegar það er kosningaár,“ sagði Viggó Hagalínsson, sem var upptekinn við að losa bílinn sinn þegar fréttamaður náði af honum tali í dag. Snjóhæð náði meter Vesenið hélt svo áfram eftir hádegi eða til um klukkan fjögur þegar veðrinu slotaði alveg. Um hádegisbil var fólk hvatt til að halda sig heima eða fara heim helst fyrir klukkan þrjú. Foreldrar í Reykjavík voru beðnir um að sækja börnin sín í leikskóla um hálf tvö. Þá var allt flug Icelandair var fellt niður á Keflavíkurflugvelli seinni partinn en flugfélaginu hafði þá tekist að fara fimm ferðir um morguninn. Snjólagið náði allt að eins metra hæð í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu og dæmi um að tré hafi fallið vegna snjóþunga. Allar sundlaugar og vínbúðir lokuðu svo á þriðja tímanum. Þó voru einhverjir sem nutu veðursins í dag og léku sér í snjónum. Komust ekki strax að slökkva eld Það var nóg að gera hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu í dag við að aðstoða ökumenn og slökkviliðið slökkti eld í íbúðablokk í Sólheimum. „Það er mikið búið að vera í gangi hjá okkur þennan morguninn og síðdegis. Það var tilkynnt um eld hérna í íbúð á annarri hæð og við reyndum að bregðast við eins fljótt og hægt var í þessum aðstæðum,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í dag. Vel hafi gengið að ná niðurlögum eldsins eftir að þeir hafi komist á staðinn en slökkviliðið hafi þurft að glíma við hálkuna og umferðina eins og allir aðrir. „Við höfum viljað vera aðeins fyrr á staðinn en þetta fór vel. Þetta var sem sagt staðbundið við eina íbúð á annarri hæð.“ Íbúi hafi verið kominn út þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og því engum orðið meint af. „Dagurinn hefur gengið þungt eins og hjá öðrum. Við erum búnir að vera með marga sjúkrabíla úti í alls konar verkefnum. Bæði hefur fólk aðeins verið að hrasa og svo gengur öll umferðin hægt þannig við erum jafnlengi eins og aðrir milli staða. Auðvitað þurfum við að ítreka það við alla að þeir sem eru ekki á bílum sem eru klárir í þetta eiga ekki að vera fyrir okkur því það tefur mikið. Þannig bara vel búnir bílar og aðrir heima,“ bætti Ólafur við. Ástandið enn slæmt á götum Fullt viðbragð var hjá sameiginlegri aðgerðastjórn viðbragðsaðila sem virkjuð var í Skógarhlíð vegna veðursins þar til klukkan 18. Þá hafði úrkomubakkinn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í dag færst yfir á Suðurland. „Við unnum eftir veðurspám dagsins sem hljóðuðu upp á það að í kvöld átti að snjóa allt að tuttugu sentímetra jafnfallinn snjór. Það breyttist ekki fyrr en um klukkan 16 þannig að staðan er núna að við erum sem betur fer með mjög lítið af fólki á götunum. Fólk er komið heim en við erum að biðla til fólks að halda sig heima því það er ærið verk eftir fyrir sveitarfélögin, Vegagerðina og verktakana að reyna að hreinsa göturnar því þær eru í raun og veru í afar slæmu standi til aksturs,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og aðgerðarstjóri, í kvöldfréttum Sýnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og aðgerðarstjóri, í dag.Vísir/Sigurjón Það hafi verið umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og ökumenn snjóruðningstækja því ekki náð að vinna sína vinnu. Þetta hafi leitt til þess að bílar hafi troðið niður snjóinn sem hafi síðan blotnað. „Þannig að núna erum við hreinlega bara með klakabunka, hvort sem það eru stofnbrautir, eða húsagötur eða hvað. Þannig núna ætla þessir aðilar sem ég minnist á áðan að fara með stórvirkar vinnuvélar út og reyna að gera göturnar vonandi talsvert betri en þær eru núna þannig þær verði góðar í fyrramálið,“ bætir Ásgeir við. Bílar festust endurtekið á gatnamótum Engin alvarleg atvik komu upp í dag, að sögn Ásgeirs. Mikið af fólki hafi verið ræst út í morgun og rúmlega 200 manns frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg á 40 tækjum verið til taks og aukið viðbragð virkjað hjá lögreglunni. „Dagurinn fór í raun og veru í það að láta þetta einhvern veginn ganga.“ Nokkrir flöskuhálsar hafi verið í umferðinni og lögreglan hafi víða verið með viðbragð á þessum stöðum. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna aðstoðaði ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í dag. Landsbjörg „Ef það var einhver smá brekka upp í móti og klaki þá þýddi það að á hverjum einustu ljósaskiptum þá voru fastir bílar sem þurfti þá aðeins að stjaka á stað til að við gætum látið þetta ganga,“ segir Ásgeir. Þetta hafi verið fjörugur dagur. Bjart veður á morgun Gular veðurviðvaranir eru í gildi til klukkan tvö í nótt á Suðurlandi og fram til hádegis á morgun á Suðausturlandi. Engar viðvaranir eru lengur í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á ekki von á því að höfuðborgarbúar muni þurfa að grafa bílana sína út aftur í fyrramálið. „Það léttir nú til í nótt. Úrkoman er líklega búin eins og hún var í dag. Það gæti frekar farið að hreyfa vind þannig að það gæti orðið skafrenningur.“ Veðrið verði fallegt og bjart og það ætti að vera mun skárra en fólk þurfti að þola í dag. Hann bætir við að það hafi stytt fyrr upp í dag en veðurspár sögðu til um þar sem lægðin hafi ekki náð eins langt norður og spárnar gerðu ráð fyrir. Því hafi appelsínugular viðvaranir verið færðar niður í gular og gildistími þeirra svo styttur. „Þessi snjór er svolítið blautur í sér þannig það þarf dálítinn vind til að hreyfa hann en það verður líka svolítill norðaustan strengur svo það gæti orðið skafrenningur. Þess vegna eru þessar viðvaranir í gildi enn þá.“ Snjórinn líklega farinn í næstu viku Athygli vakti að snjóflóðaviðvörun var gefin út í dag fyrir Suðvesturland. „Þetta er kannski meira uppsafnaður snjór á hallandi þökum sem getur þá fallið niður og svo framvegis. Þannig þetta er kannski meira þeir sem standa undir háum húsum og ef snjórinn fer af stað þá náttúrulega geta myndast sæmilegar hengjur sem koma niður þá. Þannig að þær að mestu leyti snúa að því.“ Veðrið verði fljótt að breytast þar sem það hlýni strax á föstudaginn og þá fari snjórinn að síga niður og þjappast. „Ef spárnar í næstu viku standast eins og þær líta út í dag þá mun megnið af þessum snjó ef ekki allur fara aftur.“ Því þurfi fólk að huga að niðurföllum sem geti verið full af laufum og öðrum haustúrgangi. Mikilvægt sé að halda þeim opnum þegar snjó fer að leysa. Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjóri biðlar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu að halda sig inni í kvöld og segir ástand gatna enn afar slæmt. Veðurfræðingur segir veðrið hafa staðið yfir í skemmri tíma en spár gerðu fyrst ráð fyrir og fljótlega taki að hlýna. Nokkur hasar var í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar alhvít jörð blasti við höfuðborgarbúum. Strax varð ljóst að ekki væri óhætt að fara út í umferðina nema á vel útbúnum bílum. Víða mátti sjá fólk festa bílana sína strax í innkeyrslum og þá var greinilegt að þó nokkrir ákváðu að halda sig heima og bíða eftir því að veðrinu slotaði. Þeir sem ákváðu að fara út í umferðina lentu margir í miklu veseni. Sátu ökumenn víða fastir á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins og ollu miklum samgöngutruflunum um tíma. Það voru miklar tafir á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 8 og 9 í morgun. Þegar umferð fór að flæða betur hélt úrkoman áfram og seinna mátti aftur víða finna sjá ökumenn í vandræðum. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Sigurjón Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra er meðal þeirra sem gekk illa að komast til vinnu í morgun. „Þetta tók langan tíma og það voru miklar tafir en samráðherrar mínir sýndu mér skilning,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Ýmis óhöpp áttu sér stað í umferðinni í dag og rakst sendiferðabíll meðal annars utan í fólksbíl í íbúðagötu í Vesturbænum. „Hann rann utan í minn og hann bara sómasamlega hringdi í eiganda bílsins og ég skottaðist út,“ sagði Hilmar Bjarni Hilmarsson, eigandi fólksbílsins, en ökumaður sendiferðabílsins kaus að tjá sig ekki um málið við fréttamann. Veðrið raskaði víða umferð og er ástandið enn erfitt víða á götum. Landsbjörg Aðrir kepptust við að moka bílana sína út í morgun. Ekki voru allir sáttir með mokstur borgarinnar. „Ég er búinn að eiga heima hérna síðan 1988 og mér finnst að Reykjavíkurborg moki ekki almennilega nema þegar það er kosningaár,“ sagði Viggó Hagalínsson, sem var upptekinn við að losa bílinn sinn þegar fréttamaður náði af honum tali í dag. Snjóhæð náði meter Vesenið hélt svo áfram eftir hádegi eða til um klukkan fjögur þegar veðrinu slotaði alveg. Um hádegisbil var fólk hvatt til að halda sig heima eða fara heim helst fyrir klukkan þrjú. Foreldrar í Reykjavík voru beðnir um að sækja börnin sín í leikskóla um hálf tvö. Þá var allt flug Icelandair var fellt niður á Keflavíkurflugvelli seinni partinn en flugfélaginu hafði þá tekist að fara fimm ferðir um morguninn. Snjólagið náði allt að eins metra hæð í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu og dæmi um að tré hafi fallið vegna snjóþunga. Allar sundlaugar og vínbúðir lokuðu svo á þriðja tímanum. Þó voru einhverjir sem nutu veðursins í dag og léku sér í snjónum. Komust ekki strax að slökkva eld Það var nóg að gera hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu í dag við að aðstoða ökumenn og slökkviliðið slökkti eld í íbúðablokk í Sólheimum. „Það er mikið búið að vera í gangi hjá okkur þennan morguninn og síðdegis. Það var tilkynnt um eld hérna í íbúð á annarri hæð og við reyndum að bregðast við eins fljótt og hægt var í þessum aðstæðum,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í dag. Vel hafi gengið að ná niðurlögum eldsins eftir að þeir hafi komist á staðinn en slökkviliðið hafi þurft að glíma við hálkuna og umferðina eins og allir aðrir. „Við höfum viljað vera aðeins fyrr á staðinn en þetta fór vel. Þetta var sem sagt staðbundið við eina íbúð á annarri hæð.“ Íbúi hafi verið kominn út þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og því engum orðið meint af. „Dagurinn hefur gengið þungt eins og hjá öðrum. Við erum búnir að vera með marga sjúkrabíla úti í alls konar verkefnum. Bæði hefur fólk aðeins verið að hrasa og svo gengur öll umferðin hægt þannig við erum jafnlengi eins og aðrir milli staða. Auðvitað þurfum við að ítreka það við alla að þeir sem eru ekki á bílum sem eru klárir í þetta eiga ekki að vera fyrir okkur því það tefur mikið. Þannig bara vel búnir bílar og aðrir heima,“ bætti Ólafur við. Ástandið enn slæmt á götum Fullt viðbragð var hjá sameiginlegri aðgerðastjórn viðbragðsaðila sem virkjuð var í Skógarhlíð vegna veðursins þar til klukkan 18. Þá hafði úrkomubakkinn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í dag færst yfir á Suðurland. „Við unnum eftir veðurspám dagsins sem hljóðuðu upp á það að í kvöld átti að snjóa allt að tuttugu sentímetra jafnfallinn snjór. Það breyttist ekki fyrr en um klukkan 16 þannig að staðan er núna að við erum sem betur fer með mjög lítið af fólki á götunum. Fólk er komið heim en við erum að biðla til fólks að halda sig heima því það er ærið verk eftir fyrir sveitarfélögin, Vegagerðina og verktakana að reyna að hreinsa göturnar því þær eru í raun og veru í afar slæmu standi til aksturs,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og aðgerðarstjóri, í kvöldfréttum Sýnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og aðgerðarstjóri, í dag.Vísir/Sigurjón Það hafi verið umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og ökumenn snjóruðningstækja því ekki náð að vinna sína vinnu. Þetta hafi leitt til þess að bílar hafi troðið niður snjóinn sem hafi síðan blotnað. „Þannig að núna erum við hreinlega bara með klakabunka, hvort sem það eru stofnbrautir, eða húsagötur eða hvað. Þannig núna ætla þessir aðilar sem ég minnist á áðan að fara með stórvirkar vinnuvélar út og reyna að gera göturnar vonandi talsvert betri en þær eru núna þannig þær verði góðar í fyrramálið,“ bætir Ásgeir við. Bílar festust endurtekið á gatnamótum Engin alvarleg atvik komu upp í dag, að sögn Ásgeirs. Mikið af fólki hafi verið ræst út í morgun og rúmlega 200 manns frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg á 40 tækjum verið til taks og aukið viðbragð virkjað hjá lögreglunni. „Dagurinn fór í raun og veru í það að láta þetta einhvern veginn ganga.“ Nokkrir flöskuhálsar hafi verið í umferðinni og lögreglan hafi víða verið með viðbragð á þessum stöðum. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna aðstoðaði ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í dag. Landsbjörg „Ef það var einhver smá brekka upp í móti og klaki þá þýddi það að á hverjum einustu ljósaskiptum þá voru fastir bílar sem þurfti þá aðeins að stjaka á stað til að við gætum látið þetta ganga,“ segir Ásgeir. Þetta hafi verið fjörugur dagur. Bjart veður á morgun Gular veðurviðvaranir eru í gildi til klukkan tvö í nótt á Suðurlandi og fram til hádegis á morgun á Suðausturlandi. Engar viðvaranir eru lengur í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á ekki von á því að höfuðborgarbúar muni þurfa að grafa bílana sína út aftur í fyrramálið. „Það léttir nú til í nótt. Úrkoman er líklega búin eins og hún var í dag. Það gæti frekar farið að hreyfa vind þannig að það gæti orðið skafrenningur.“ Veðrið verði fallegt og bjart og það ætti að vera mun skárra en fólk þurfti að þola í dag. Hann bætir við að það hafi stytt fyrr upp í dag en veðurspár sögðu til um þar sem lægðin hafi ekki náð eins langt norður og spárnar gerðu ráð fyrir. Því hafi appelsínugular viðvaranir verið færðar niður í gular og gildistími þeirra svo styttur. „Þessi snjór er svolítið blautur í sér þannig það þarf dálítinn vind til að hreyfa hann en það verður líka svolítill norðaustan strengur svo það gæti orðið skafrenningur. Þess vegna eru þessar viðvaranir í gildi enn þá.“ Snjórinn líklega farinn í næstu viku Athygli vakti að snjóflóðaviðvörun var gefin út í dag fyrir Suðvesturland. „Þetta er kannski meira uppsafnaður snjór á hallandi þökum sem getur þá fallið niður og svo framvegis. Þannig þetta er kannski meira þeir sem standa undir háum húsum og ef snjórinn fer af stað þá náttúrulega geta myndast sæmilegar hengjur sem koma niður þá. Þannig að þær að mestu leyti snúa að því.“ Veðrið verði fljótt að breytast þar sem það hlýni strax á föstudaginn og þá fari snjórinn að síga niður og þjappast. „Ef spárnar í næstu viku standast eins og þær líta út í dag þá mun megnið af þessum snjó ef ekki allur fara aftur.“ Því þurfi fólk að huga að niðurföllum sem geti verið full af laufum og öðrum haustúrgangi. Mikilvægt sé að halda þeim opnum þegar snjó fer að leysa.
Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Sjá meira