Bragðgott quesadilla á einni plötu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 17:02 Hildur Rut deilir fjölda girnilegra rétta á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan og á Instagram-síðu sinni. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér bragðgóðum mexíkóskum rétti sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur í undirbúningi þar sem öll hráefnin fara á eina plötu og inn í ofn. Rétturinn samanstendur af stökkum tortilla-kökum, hakki og fersku grænmeti. Að lokum er hann toppaður með sýrðum rjóma og kóríander. BBQ-quesadillas á einni plötu Hráefni: 500 g nautahakk 1 stk meðalstór laukur, saxaður 1 stk ferskt chili, saxað (eða smá chiliflögur) 1 1/2 dl Hunts BBQ sósa 2 dl smátt skornir tómatar 200 g rifinn cheddar ostur 8 stk stórar tortilla kökur ólífuolía til penslunar salt og pipar Til að toppa: Sýrður rjómi 1 stk avókadó, skorið í sneiðar Ferskt kóríander Límóna Ferskt chili í sneiðum (má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Steikið nautahakkið á pönnu þar til það er brúnað. Bætið lauk og chili út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur þar til laukurinn mýkist. Hellið Hunts BBQ-sósunni út í og hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Leggið 7-8 tortillur á bökunarplötu þakta bökunarpappír þannig að þær liggi aðeins yfir hvor aðra. Þetta á að mynda botninn. Dreifið nautahakksblöndunni yfir botninn, smátt skornum tómötum og rifnum cheddar osti yfir. Leggið restina af tortillunum (ég notaði eina) í miðjuna ofan á sem lok og brjótið brúnirnar inn þannig að þær hylji fyllinguna. Penslið toppinn með ólífuolíu. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn og stökkur. Skerið sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma, avókadó, fersku salati, kóríander, lime og chili og njótið vel. Aðferðina má sjá í myndbandinu hér að neðan View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars) Matur Uppskriftir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Rétturinn samanstendur af stökkum tortilla-kökum, hakki og fersku grænmeti. Að lokum er hann toppaður með sýrðum rjóma og kóríander. BBQ-quesadillas á einni plötu Hráefni: 500 g nautahakk 1 stk meðalstór laukur, saxaður 1 stk ferskt chili, saxað (eða smá chiliflögur) 1 1/2 dl Hunts BBQ sósa 2 dl smátt skornir tómatar 200 g rifinn cheddar ostur 8 stk stórar tortilla kökur ólífuolía til penslunar salt og pipar Til að toppa: Sýrður rjómi 1 stk avókadó, skorið í sneiðar Ferskt kóríander Límóna Ferskt chili í sneiðum (má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Steikið nautahakkið á pönnu þar til það er brúnað. Bætið lauk og chili út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur þar til laukurinn mýkist. Hellið Hunts BBQ-sósunni út í og hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Leggið 7-8 tortillur á bökunarplötu þakta bökunarpappír þannig að þær liggi aðeins yfir hvor aðra. Þetta á að mynda botninn. Dreifið nautahakksblöndunni yfir botninn, smátt skornum tómötum og rifnum cheddar osti yfir. Leggið restina af tortillunum (ég notaði eina) í miðjuna ofan á sem lok og brjótið brúnirnar inn þannig að þær hylji fyllinguna. Penslið toppinn með ólífuolíu. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn og stökkur. Skerið sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma, avókadó, fersku salati, kóríander, lime og chili og njótið vel. Aðferðina má sjá í myndbandinu hér að neðan View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars)
Matur Uppskriftir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira