Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 12:30 Milos Kerkez og Conor Bradley eftir tapleikinn á móti Brentford um síðustu helgi. Getty/Liverpool FC/ Eru tveir leikmenn stórt vandamál fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Einn af sérfræðingum enska boltans er harður á því. Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira