Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 10:00 Tanya Oxtoby þurfti að horfa upp á íslenska liðið fagna tveimur mörkum í gær en var engu að síður ánægð með sitt lið. Samsett/Getty/KSÍ Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira