Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:01 Katla Tryggvadóttir gæti orðið ein af fyrstu íslensku fótboltakonunum til að spila á HM. Mótið fer næst fram í Brasilíu og verður meðal annars spilað á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi. Samsett/KSÍ/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild). Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild).
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira