Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 22:02 Phil Gore setti heimsmet í sumar og varð heimsmeistari í morgunn. @phil.gore.ultrarunner Ástralinn Phil Gore er nýr heimsmeistari í bakgarðshlaupum en hann tryggði sér titilinn í bakgarðinum hjá Lazarus Lake [Gary Cantrell] í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal) Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sjá meira
Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal)
Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sjá meira