Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:00 Á meðan Erling Haaland raðar inn mörkum þá sér Josko Gvardiol til þess að Manchester City fái sem fæst mörk á sig á hinum enda vallarins. Getty/Simon Stacpoole Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira