Sport

Sýn Sport með þrettán til­nefningar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sport tilnefningar 2025 - 16x9

Tilnefningar til sjónvarpsverðlaunanna voru tilkynntar í gær og Sýn Sport fékk alls þrettán tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni.

Heimildaþættirnir Grindavík fengu þrjár tilnefningar. Sem heimildaefni ársins, íþróttaefni ársins og Garðar Örn Arnarson fékk tilnefningu sem leikstjóri ársins.

Úrslitakeppnin í körfubolta hefur verið fyrirferðamikil á skjám landsmanna á vorin og voru útsendingar frá úrslitakeppninni tilefndar sem sjónvarpsviðburður ársins bæði árið 2023 og 2024.

Maðurinn á bak við körfuboltann á Sýn Sport, Stefán Snær Geirmundsson, var síðan tilnefndur sem útsendingarstjóri ársins fyrir bæði 2023 og 2024. Körfuboltakvöldið hans Stefáns fékk einnig tilnefningu sem íþróttaefni ársins árið 2023.

Efni Sýnar Sport úr Bestu deildinni fékk einnig tilefningar. Stúkan fékk tilnefningu sem íþróttaefni ársins árið 2024 og Besta deildin fékk einnig tilefningu sem sjónvarpsviðburður ársins sama ár.

Þættir Baldurs Sigurðssonar og Ólafs Chelbat, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, fengu svo tilefningu sem íþróttaefni ársins árið 2023.

Tilnefningar Sýnar Sport



Leikstjóri ársins:

Garðar Örn Arnarson, Grindavík (2024)

Sjónvarpsviðburður ársins:

Úrslitakeppnin í körfubolta (2023)

Besta deildin (2024)

Úrslitakeppnin í körfubolta (2024)

Útsendingarstjóri ársins:

Stefán Snær Geirmundsson, úrslitakeppnin í körfubolta (2023)

Stefán Snær Geirmundsson, úrslitakeppnin í körfubolta (2024)

Íþróttaefni ársins:

Körfuboltakvöld (2023)

Lengsta undirbúningstímabil í heimi (2023)

Grindavík (2024)

Íslandsmeistarar (2024)

Stúkan (2024)

Heimildaefni ársins:

Grindavík (2024)

Kaninn (2024)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×