Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 09:32 Gunnlaugur Árni Sveinson veitti eiginhandaráritun eftir sigurinn í gær. Íslenski landsliðskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum í gær. Foreldrar hans voru á svæðinu og fylgdust með æsispennandi lokakafla. Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum. Golf Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum.
Golf Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira