Sport

29 ára stór­meistari látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Naroditsky var orðinn skákstjarna mjög ungur og var meðal annars bestur í heimi meðal skákmanna undir tólf ára.
Daniel Naroditsky var orðinn skákstjarna mjög ungur og var meðal annars bestur í heimi meðal skákmanna undir tólf ára. Getty/ Lea Suzuki

Skákmaðurinn og stórmeistarinn Daniel Naroditsky er látinn en hann var aðeins 29 ára gamall. Skákheimurinn syrgir einn besta atskákmann heims.

Tilkynning um andlát Naroditsky kom frá Charlotte Chess Center í kvöld og Alþjóða skáksambandið hefur einnig staðfest fréttirnar.

„Það er með mikilli sorg að við segjum fréttir af skyndilegu andláti Daniel Naroditsky,“ sagði í yfirlýsingu frá Charlotte Chess Center.

„Hann var einn af tuttugu til þrjátíu bestu atskákmönnum heims og menn óttuðust það að mæta honum við skákborðið. Hann var á sama tíma góður vinur allra utan skákborðsins,“ sagði skáksérfræðingurinn Kristoffer Gressli við NRK.

Hinn bandaríski Naroditsky var í 151. sæti á nýjasta heimslistanum í skák en hann er búinn að vera stórmeistari frá því að hann var aðeins sautján ára gamall.

Hann varð níundi á síðasta heimsmeistaramóti í atskák.

„Ég er algjörlega niðurbrotinn. Þetta er mikill missir fyrir skáksamfélagið,“ skrifaði skákstjarnan Hikaru Nakamura á X.

Margir skákmenn hafa minnst Naroditsky í kvöld og sent aðstandendum hans samúðarkveðjur.

Frétt NRK í kvöld.NRK Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×