Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 13:47 Bukayo Saka hélt að hann hefði fengið vítaspyrnu gegn Fulham. getty/Rob Newell Albert Brynjar Ingason vildi endilega fara yfir mögulegar vítaspyrnur sem Arsenal átti að fá gegn Fulham í Sunnudagsmessunni. Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Sjá meira
Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30
Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00