Moskítóflugan mætt til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 10:01 Kvendýr sem Björn náði mynd af á rauðvínsbandi. Björn Hjaltason Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. „Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á. Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á.
Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15
Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31