Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 07:03 Graham Potter náði stórkostlegum árangri þegar hann starfaði í Svíþjóð sem þjálfari Östersund. Getty/Kevin Hodgson Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar. Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira