Bubbi sendir út neyðarkall Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 23:37 Bubbi Morthens segir tungumálið hafa gert sig ríkan. Vísir/Lýður Valberg Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira