Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:15 Marin Zdravkov Levidzhov var algjörlega heillaður af Manchester United. Getty/Phil Cole Stuðningsmenn Manchester United eru af öllum stærðum og gerðum en það verður erfitt að finna heittrúaðri stuðningsmann en Marin Zdravkov Levidzhov. Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira