Enski boltinn

Mamardashvili í markinu gegn United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alisson er meiddur á nára.
Alisson er meiddur á nára. epa/ERDEM SAHIN

Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Á blaðamannafundi í morgun sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, að Alisson sé enn meiddur og ekki byrjaður að æfa. Hann verði því ekki með gegn United.

Alisson meiddist í 1-0 tapi Liverpool fyrir Galatasaray í Meistaradeild Evrópu og lék ekki með liðinu í 2-1 tapinu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.

Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili stóð á milli stanganna hjá Liverpool gegn Chelsea og gerir það áfram þar til Alisson snýr aftur.

Slot sagði jafnframt að Ryan Gravenberch væri klár í slaginn og Ibrahima Konaté væri að æfa. Hann lék ekki með franska landsliðinu í nýafstöðnum landsleikjaglugga.

Liverpool tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir landsleikjahléið. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, einu stigi á eftir Arsenal sem er á toppnum.

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45.


Tengdar fréttir

Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

Sjáðu öll mörk Salahs gegn United

Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×