Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 16:32 Virgil van Dijk og Amad Diallo í baráttunni á Anfield í byrjun árs, þegar Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli. Getty/Carl Recine Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45