Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 16:32 Virgil van Dijk og Amad Diallo í baráttunni á Anfield í byrjun árs, þegar Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli. Getty/Carl Recine Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45