Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 19:13 Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna segir nánast öll lán á breytilegum kjörum með óljósa skilmála undir eftir dóm Hæstaréttar í gær. Arion banki og Landsbankinn brugðust við dómnum í dag en mál gegn þeim liggja fyrir Hæstarétti á næstunni. Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira