Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 15:47 Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fer yfir málin á blaðamannafundi fyrir leik á móti Frakklandi í undankeppni HM. EPA/Jakub Kaczmarczyk P Eitt besta fótboltalandslið heims mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi. Arnari hitnaði í hamsi þegar hann fór yfir umræðuna eftir tapið gegn Úkraínu á föstudagskvöld. Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira