„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 09:32 Aron Einar Gunnarsson er reynslumesti leikmaður íslenska landsliðshópsins í dag. Vísir/Sigurjón Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira