Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 22:02 Ísak Bergmann Jóhannesson fór yfir málin á hóteli landsliðsins í dag, tveimur dögum fyrir slaginn mikilvæga við Úkraínu. vísir/Sigurjón „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira