Fótbolti

Salah sendi Egypta á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah er kominn með heil níu mörk eftir níu umferðir í undankeppni HM.
Mohamed Salah er kominn með heil níu mörk eftir níu umferðir í undankeppni HM. Getty/Ayman Aref

Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag.

Salah hefur að sjálfsögðu verið allt í öllu hjá Egyptum í undankeppninni og hann skoraði tvö markanna í dag, þegar farseðillinn til Ameríku næsta sumar var tryggður. Fyrra markið var hnitmiðað pot á nærstöng en seinna markið glæsileg vippa yfir markvörð heimamanna.

Ibrahim Adel hafði komið Egyptum yfir á áttundu mínútu leiksins.

Egyptar eru nú með fimm stiga forskot á Búrkína Fasó á toppi A-riðils, þegar aðeins ein umferð er eftir, og fara beint á HM. Búrkína Fasó gæti hins vegar komist í umspil.

Egyptaland er þriðja Afríkuþjóðin sem tryggir sig inn á HM, á eftir Marokkó og Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×