„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 18:46 Logi Tómasson styður við bakið á Mikael Agli Ellertssyni þó að auðvitað sé samkeppni þeirra á milli um að byrja landsleiki. Hér eru þeir ásamt reynsluboltanum Guðlaugi Victori Pálssyni. Getty/Alex Nicodim Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. Logi hefur verið að byrja alla leiki Samsunspor, hvort sem er í tyrknesku úrvalsdeildinni eða Sambandsdeild Evrópu, eftir komuna frá Noregi í sumar. „Ég komst strax vel inn í hlutina þar og hef verið að spila alla leiki, þannig að ég er mjög sáttur þar,“ sagði Logi í viðtali á hóteli íslenska landsliðsins í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Logi klár þegar kallið kemur Í landsliðinu, sem mætir Úkraínu á föstudag og svo Frakklandi á mánudag, á Laugardalsvelli, er Logi hins vegar í harðri samkeppni við Mikael Egil. Sá síðarnefndi spilaði báða leikina í síðasta leikjaglugga, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Hvernig hyggst Logi vinna sér sæti á ný í liðinu? „Bara með því að nýta sénsinn þegar maður fær hann, og æfa vel. Hann [Mikael Egill] stóð sig vel í síðasta verkefni þannig að maður verður bara að styðja við bakið á honum og vera klár ef að kallið kemur,“ segir Logi sem vill auðvitað eins og aðrir byrja alla leiki: „Maður er auðvitað alltaf svekktur en það er partur af þessu að mæta líka þegar maður er ekki að spila. Það vilja allir spila en svona er þetta.“ Viðtalið við Loga má sjá í heild hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. 7. október 2025 17:32 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Logi hefur verið að byrja alla leiki Samsunspor, hvort sem er í tyrknesku úrvalsdeildinni eða Sambandsdeild Evrópu, eftir komuna frá Noregi í sumar. „Ég komst strax vel inn í hlutina þar og hef verið að spila alla leiki, þannig að ég er mjög sáttur þar,“ sagði Logi í viðtali á hóteli íslenska landsliðsins í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Logi klár þegar kallið kemur Í landsliðinu, sem mætir Úkraínu á föstudag og svo Frakklandi á mánudag, á Laugardalsvelli, er Logi hins vegar í harðri samkeppni við Mikael Egil. Sá síðarnefndi spilaði báða leikina í síðasta leikjaglugga, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Hvernig hyggst Logi vinna sér sæti á ný í liðinu? „Bara með því að nýta sénsinn þegar maður fær hann, og æfa vel. Hann [Mikael Egill] stóð sig vel í síðasta verkefni þannig að maður verður bara að styðja við bakið á honum og vera klár ef að kallið kemur,“ segir Logi sem vill auðvitað eins og aðrir byrja alla leiki: „Maður er auðvitað alltaf svekktur en það er partur af þessu að mæta líka þegar maður er ekki að spila. Það vilja allir spila en svona er þetta.“ Viðtalið við Loga má sjá í heild hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. 7. október 2025 17:32 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. 7. október 2025 17:32