„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 22:06 Aron segir sárt að þurfa að horfa á eftir kindunum. Vísir/Vilhelm Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum. Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum.
Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira