„Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 18:00 Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói. Rétturinn er tilvalinn sem forréttur í matarboðið eða þegar manni langar í eitthvað létt og ferskt. „Forréttur sem ég býð öllum upp á þessa dagana,“ skrifaði Svava og deildi uppskriftinni á Instagram. Burrata með bökuðum tómötum og grænu pestói Hráefni: 1 box kirsuberjatómatar 3 stk. burrata-ostar Ólífuolía Salt og pipar Ein krukka grænt pestó stk. Baguette-brauð Aðferð: Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og setjið í eldfast mót. Sáldrið góðri ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 220°C í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna að stofuhita. Þerrið burrata-ostana (bestir við stofuhita) og skerið þá varlega þannig að þeir opnist. Setjið grænt pestó og smá ólífuolíu yfir ostana og toppið með bökuðu tómötunum. Kryddið með salti og pipar. Crostini-brauð Aðferð: Skerið baguette-brauðið í sneiðar og raðið á ofnplötu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 210°C í um 5 mínútur, snúið við og bakið áfram í 5 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. View this post on Instagram A post shared by Svava Gunnarsdóttir (@ljufmeti) Matur Uppskriftir Brauð Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Púlsinn 21.ágúst 2014 Harmageddon
Rétturinn er tilvalinn sem forréttur í matarboðið eða þegar manni langar í eitthvað létt og ferskt. „Forréttur sem ég býð öllum upp á þessa dagana,“ skrifaði Svava og deildi uppskriftinni á Instagram. Burrata með bökuðum tómötum og grænu pestói Hráefni: 1 box kirsuberjatómatar 3 stk. burrata-ostar Ólífuolía Salt og pipar Ein krukka grænt pestó stk. Baguette-brauð Aðferð: Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og setjið í eldfast mót. Sáldrið góðri ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 220°C í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna að stofuhita. Þerrið burrata-ostana (bestir við stofuhita) og skerið þá varlega þannig að þeir opnist. Setjið grænt pestó og smá ólífuolíu yfir ostana og toppið með bökuðu tómötunum. Kryddið með salti og pipar. Crostini-brauð Aðferð: Skerið baguette-brauðið í sneiðar og raðið á ofnplötu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 210°C í um 5 mínútur, snúið við og bakið áfram í 5 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. View this post on Instagram A post shared by Svava Gunnarsdóttir (@ljufmeti)
Matur Uppskriftir Brauð Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Púlsinn 21.ágúst 2014 Harmageddon