Veður

Gular við­varanir vegna vestan­storms

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á morgun.
Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á morgun. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms.

Gul viðvörun tekur gildi á Suðurlandi á morgun klukkan 14 og gildir til 23 annað kvöld, en á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 15 á morgun og gildir til klukkan 16 á fimmtudag.

Spáð er vestan 15 til 23 metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður syðst, í Mýrdal og Öræfum þar sem vindhviður geta farið í 30 til 35 metra á sekúndu við fjöll. 

Varasöm akstursskilyrði geta skapast fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×