„Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 07:32 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur margoft gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna á opinberum vettvangi. Getty/Maja Hitij - Forseti ísraelska knattspyrnusambandsins gagnrýnir kollega sinn í norska knattspyrnusambandinu en Noregur og Ísrael mætast í undankeppni HM um næstu helgi. Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira